Fara í innihald

Spjall:Innrás Rússa í Úkraínu 2022–

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Uppbygging

[breyta frumkóða]

Ég er að pæla hvort mögulega sé frásögnin eins og hún er dálítið óþjál til lestrar. Þetta er núna upptalning á atburðum í tímaröð, en ég er að pæla hvort textinn myndi renna aðeins betur ef þetta væri flokkað meira eftir atburðum sem eru í samhengi hver við annan -- s.s. kafli fyrir upphaflega sókn Rússa í kringum Kænugarð, annan um orrustuna um Maríúpol, annan fyrir átökin við kjarnorkuverið í Zaporízjzja, annan fyrir gagnsókn Úkraínumanna o.s.frv. Myndi einhver hreyfa við mótmælum ef ég uppstokka textann aðeins við tækifæri um helgina? TKSnaevarr (spjall) 14. september 2022 kl. 13:17 (UTC)[svara]

Styð það. --Akigka (spjall) 14. september 2022 kl. 13:31 (UTC)[svara]
Það má.--Berserkur (spjall) 14. september 2022 kl. 18:48 (UTC)[svara]
Ég gerði breytingar á uppbyggingu í samræmi við ofangreindar tillögur. Mér finnst að það mætti líka bæta við einhverjum fleiri köflum um tiltekin málefni til að það sé auðveldara að finna þau í greininni (t.d. umfjöllun um téða stríðsglæpi). TKSnaevarr (spjall) 6. apríl 2023 kl. 16:06 (UTC)[svara]

Sleppa ártali í titli?

[breyta frumkóða]

Mér finnst við geta sleppt ártalinu. Þessi atburður er að öllum líkindum aðalmerking (þótt það hafi verið gerðar aðrar rússneskar innrásir sem gætu fallið undir titilinn). TKSnaevarr (spjall) 6. apríl 2023 kl. 20:49 (UTC)[svara]

Já, veit það ekki, er þannig á ensku Wiki en ártalið er á mörgum öðrum tungumálum t.d.--Berserkur (spjall) 6. apríl 2023 kl. 22:42 (UTC)[svara]
Sjálfstæðisstríð Úkraínu er mikilvægara og í mínum huga aðalmerkingin. Það er til fyrirbæri sem heitir "recency bias", þegar nýlegri atburðir eru taldir mikilvægari einvörðungu vegna þess að þeir séu nýrri. Þegar þessu stríði lýkur er það minna mikilvægt en það lítur út fyrir að vera nú. Snævar (spjall) 26. júní 2023 kl. 08:47 (UTC)[svara]